sun 22. júlí 2018 09:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erfitt að fá Hazard - Maguire til Man Utd?
Powerade
Hazard er mikið í slúðrinu þessa daganna.
Hazard er mikið í slúðrinu þessa daganna.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire er á óskalista Jose Mourinho.
Harry Maguire er á óskalista Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Mignolet er óvænt orðaður við Barcelona.
Mignolet er óvænt orðaður við Barcelona.
Mynd: Getty Images
Það er allt komið á fullt í félagaskiptamálum eftir að HM lauk. Kíkjum á það helsta í slúðrinu í dag. BBC tók saman.



Chelsea hefur greint Real Madrid frá því að það verði erfitt fyrir Madrídarfélagið að kaupa Eden Hazard (27). Chelsea vill fá meira en 170 milljónir punda. (Mirror)

Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli, hefur varað fyrrum knattspyrnustjóra sinn, Maurizio Sarri - núverandi stjóra Chelsea, við því að það verði ekki fleiri skipti á milli félaganna. (Goal)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er spenntur fyrir Harry Maguire (25), miðverði Leicester og enska landsliðsins og er tilbúinn að greiða 65 milljónir punda fyrir hann. En til þess að fá Maguire þyrfti Mourinho fyrst að losa sig við Marcos Rojo, Eric Bailly eða Chris Smalling. (Mail)

United er tilbúið að virkja ákvæði í samningi Anthony Martial (22) sem framlengir samning hans til 2020. (Mirror)

Bæði Chelsea og Bayern München vilja fá Martial en hvorugt félagið er tilbúið að koma til móts við Man Utd og greiða fyrir hann 100 milljónir evra (89,3 milljónir punda). (Times)

Andreas Pereira (22), miðjumaður Man Utd, hefur sagt Mourinho að hann sé tilbúinn að spila hvar sem er á vellinum. (MEN)

Arsenal er komið langt í viðræðum um kaup á Yann Sommer (29), markverði Borussia Mönchengladbach. (Express)

John Terry (37), fyrrum varnarmaður Chelsea og Aston Villa, er að leggja skóna á hilluna. Sky Sports stefnir að því að gera hann að sérfræðingi hjá sér. (Mirror)

Roma er að skoða að fá Petr Cech (36) frá Arsenal í stað Alisson sem fór til Liverpool. (Sun)

Liverpool gerði Alisson að dýrasta markverði sögunnar á dögunum. Félagið hefði hins vegar getað keypt hann á 3,1 milljón punda árið 2015, en hafnaði tækifærinu. (Mirror)

Atletico Madrid hefur sett sig í samband við Chelsea vegna franska framherjans Olivier Giroud (31). (Sky Sports)

Rafa Benitez, stjóri Newcastle, mun fá 100 milljónir punda til þess að verja í leikmannakaup ef hann skrifar undir nýjan þriggja ára samning. (Sun)

Leicester er tilbúið að samþykkja tilboð upp á 18 milljónir punda í Islam Slimani (30), sóknarmann. Slimani er dýrasti leikmaður í sögu Leicester og kostaði félagið tæplega 30 milljónir punda sumarið 2016. (Leicester Mercury)

Leicester hefur hafnað tilboði í Ahmed Musa frá liði í Sádí-Arabíu. Tilboðið var upp á 12 milljónir punda. (Mail)

Claude Puel, stjóri Leicester, fullyrðir að félagið hafi ekki fengið nein tilboð í markvörðinn Kasper Schmeichel (31) í sumar. (Sky Sports)

Manchester City á eftir að ákveða hvort miðjumennirnir Brahim Diaz (19) og Douglas Luiz (20) verði með aðalliðshópnum á næstu leiktíð. (MEN)

Miralem Pjanic (28), miðjumaður Juventus, gæti verið á leið til Manchester City en Englandsmeistararnir eru sagðir ætla að gera 100 milljón evra tilboð í hann. (Tuttosport)

Tottenham leiðir enn kapphlaupið um Jack Grealish (22), miðjumann Aston Villa, þrátt fyrir að hafa gert slakt tilboð í leikmanninn. Villa vill fá 20 milljónir punda en Spurs bauð helminginn af því. (Sun)

Wolves, sem eru nýliði í ensku úrvalsdeildinni, vill fá kólubíska miðvörðinn Yerry Mina (23) á láni frá Barcelona. (Sun)

Simon Mignolet (30) gæti óvænt farið frá Liverpool til Barcelona. Ef Jasper Cillessen fer frá Katalóníu munu Börsungar reyna að fá Mignolet sem varamarkvörð. (Marca)

Everton mun klára kaupin á Brasilíumanninum Richarlison (21) frá Watford á mánudag. Kaupverðið er 40 milljónir punda - ekki 50 milljónir punda. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner