Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. júlí 2018 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fékk leyfi til að kasta af sér þvagi eftir mark Vals
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Valur er að sigra Víking á heimavelli sínum í Pepsi-deild karla. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.

Eftir fyrsta mark Vals, sem Andri Adolphsson skoraði, var Kristinn Freyr Sigurðsson, liðsfélagi Andra, í spreng.

Hann hljóp af velli til þess að kasta af sér þvagi, en hann og Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, báðu dómarann, Helga Mikael Jónasson, um leyfi svo Kristinn gæti farið að pissa.

„Eftir markið hefur Kristni Frey orðið mál því hann hleypur af velli til að létta aðeins á sér á bakvið auglýsingaskiltin. Gaman að því," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu á Fótbolta.net

Þegar Kristinn kom aftur inn á völlinn klöppuðu áhorfendur fyrir honum en þeir höfðu gaman af.

Myndband af viðbrögðum áhorfenda má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner