Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. júlí 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti byrjunarliðsleikur Rooney „erfiður"
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney átti ekki góðan leik þegar DC United tapaði gegn Atlanta United í MLS-deildinni í gærkvöldi.

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Rooney fyrir DC eftir skiptin frá Everton. Rooney lék 66 mínútur áður en honum var kippt af velli.

Þessi markahæsti leikmaður í sögu Manchester United átti þátt í tveimur mörkum í fyrsta leik sínum með DC en þessi leikur var ekki eins góður. Hann átti slaka sendingu sem varð til þess að Atlanta skoraði fyrsta mark sitt og þá fékk hann gult spjald áður en honum var skipt út af.

Leikurinn endaði 3-1 fyrir Atlanta en DC United er á botni Austurdeildarinnar. Liðinu til varnar hefur það leikið færri leiki en liðin í kringum sig.

„Þetta var erfiður leikur," sagði Roney eftir leikinn í gær. „Atlanta er á toppnum og þeir eru með gott lið."

Rooney bætti því við að það væru jákvæðir hlutir en heilt yfir væri hann ósáttur við frammistöðu sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner