Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   sun 22. júlí 2018 20:13
Ester Ósk Árnadóttir
Helgi Sigurðsson: Við verðum allir að róa í sömu átt
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Mjög slæmt tap, við komum ágætlega inn í leikinn og það var jafnræði með liðunum fyrstu 25 mínúturnar. Svo fáum við á okkur þetta mark. VIð reynum að sækja og fáum vítið en það klikkar og þá gefum við eftir,sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis eftir 5-1 tap gegn KA á Greifavellinum á Akureyri í dag.

Fylkismenn komu sterkir inn í seinni hálfleikinn.

Við komum vel inn í seinni hálfleikinn og menn voru staðráðnir í að koma sterkir inn. Svo verður þetta erfitt þegar þú ert orðinn 10 á móti 11 í hálftíma, 2-0 undir. Auðvitað eru menn að reyna en við vorum aldrei nálægt því að komast inn í leikinn eftir rauða spjaldið." 

Ásgeir Eyþórsson fékk sitt seinna gula spjald á 68 mínútu.

Það er alveg ljóst að ég gerði mistök þar. Ef menn geta ekki haldið sér inn á vellinum, þá er það þannig. Ásgeir hefur samt gert marga góða hluti og ég ætla ekki að kenna honum um þetta. Þetta er ekkert það sem gerir útslagið. Við vorum komnir 2-0 undir sem er mjög slæmt. Við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur í fyrri hálfleikjum. 13 mörk í þremur leikjum það er bara alltof mikið fyrir gott lið eins og við erum." 

Fylkir byrjaði tímabilið vel en hafa fengið á sig 13 mörk í síðustu þremur leikjum. 

Það er hægt að fara um víðan völl. Við erum með unga vörn og ungan markmann sem hafa kannski litla reynslu í Pepsí-deildinni, þeir þurfa sinn tíma. Við komum sterkir inn í þetta mót og gerðum það vel en síðan þegar mótlætið kemur fara menn aðeins inn í skel. Það er ekkert bara þessir ungu heldur fleiri leikmenn í liðinu. Við erum í þessari bátsferð hér í sumar og við verðum bara allir að róa í sömu átt." 

Ólafur Ingi var ekki í hóp í dag eins og einhverjir höfðu búist við.

Hann var með fjölskyldunni í fríi eftir HM og við vissum alveg af því að hann væri ekki að koma til okkar strax. Þannig það er ekkert óvænt í því, hann er klár í næsta leik. Það verður mikill styrkur fyrir okkur en við verðum að passa okkur á því að Ólafur einn mun ekki snúa hlutunum við. Það þurfa allir að stíga upp í þessu liði og fyrir utan liðið." 

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner