Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 22. júlí 2018 18:10
Ingólfur Páll Ingólfsson
Inkasso: Dramatík í heimasigri í Ólafsvík
Emmanuel Eli Keke tryggði Víkingi þrjá punkta í dag.
Emmanuel Eli Keke tryggði Víkingi þrjá punkta í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. 2 - 1 ÍR
1-0 Alexander Helgi Sigurðarson ('72 )
1-1 Andri Jónasson ('78 )
2-1 Emmanuel Eli Keke ('90 , víti)
Lestu um leikinn hér

Víkingur Ólafsvík tók á móti ÍR í eina leik dagsins í Inkasso deild karla. Það verða ekki sagðar neinar hetjusögur af þessum fyrri hálfleik sem var lítið fyrir augað.

Síðari hálfleikur fór rólega af stað en bæði lið skiptust á að sækja. Á 72. mínútu dró hinsvegar til tíðinda þegar Alexander Helgi kom heimamönnum yfir með marki af stuttu færi. Víkingar héldu áfram að sækja en það var hinsvegar ÍR sem skoraði næsta mark leiksins. Andri Jónasson skoraði þá á svipaðan hátt og Alexander hafði gert sex mínútum áður.

Það var komið fram í uppbótartíma og allt stefndi í jafntefli þegar Víkingur fékk vítaspyrnu. Vignir Snær var þá tekinn niður í teignum og dæmt víti. Emmanuel Eli Keke steig á punktinn og skoraði. Sætur sigur Víkings staðreynd en ÍR situr hinsvegar eftir með sárt ennið.

Hvað þýða þessi úrslit?
Víkingur Ó. er í öðru sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Þór sem er í þriðja sæti. ÍR er í næst neðsta sæti með 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner