Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. júlí 2018 15:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar: Munt aldrei skilja ef þú hefur ekki upplifað sjálfur
Mikið grín hefur verið gert að Neymar fyrir leikaraskap.
Mikið grín hefur verið gert að Neymar fyrir leikaraskap.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þegar HM stóð sem hæst var fátt sem talað var um meira en Neymar og leikarskapur hans.

Neymar gerðist ansi oft sekur um leikaraskap á HM.


Mikið grín var gert að Neymar á netinu og hann veit alveg af því „Ég sá grínið en ég hlæ að því sjálfur," sagði sá brasilíski. „Ég setti meira að segja myndband inn á Instagram þar sem ég grínaðist sjálfur."

Sjá einnig:
Neymar tók þátt í 'Neymar Challenge'

„Það er vont"
Neymar segir að í mörgum tilfellum lendi hann í því að vera illa tæklaður og þá tekur hann einnig fram að þetta sé flókið mál og ekki fyrir hvern sem er að skilja.

„Minn fótbolti snýst um það að rekja boltann, að fara á andstæðinginn. Ég get ekki staðið fyrir framan andstæðinginn og sagt, 'afskaðið, ég vil skora mark'. Ég verð að rekja boltann fram hjá honum en andstæðingurinn leyfir mér það ekki, hann mun reyna að brjóta á mér," sagði Neymar.

„Oftast er ég fljótari og léttari en aðrir leikmenn og þeir tækla mig - dómarinn er þarna vegna þess."

„Heldur þú að ég vilji alltaf lenda í tæklingum? Nei, það er vont."

„Eftir leiki er ég fjóra eða fimm tíma að kæla lappirnar. Þetta er flókið og ef þú hefur ekki sjálfur upplifað þetta þá munu aldrei skilja," sagði Neymar.



Athugasemdir
banner
banner
banner