Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 22. júlí 2018 19:01
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pepsi-deildin: KA rúllaði yfir Fylki og KR vann Stjörnuna
KR-ingar fagna í dag.
KR-ingar fagna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar hlóð í neglu gegn Stjörnunni.
Óskar hlóð í neglu gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
KR er með 20 stig í fjórða sæti deildarinnar.
KR er með 20 stig í fjórða sæti deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
KA mætti Fylki fyrir norðan í dag í Pepsi-deild karla. KA-menn skoruðu opnunarmark leiksins og var það af skrautlegri gerðinni. Ragnar Bragi Sveinsson átti slæma sendingu til baka á Aron í marki Fylkis og Ásgeir Sigurgeirsson potar þar boltanum laust framhjá Aroni og lak boltinn í netið.

Albert Brynjar Ingason gat jafnað metin á 32. mínútu leiksins þegar Fylki fékk víti en Cristian Martinez varði vel.

KA skoraði annað rétt fyrir hálfleik og Akureyringar tveimur mörkum yfir þegar flautað var til leikhlés. Fylkismenn gerðu tvær breytingar í hálfleik og mættu einbeittir til leiks á ný. Liðið virtist ætla sér að jafna en á 61. mínútu fór allt í vaskinn þegar Ásgeir Eyþórssyni var vikið af velli með sitt seinna gula spjald.

KA nýtti liðsmuninn og Ásgeir Sigurgeirs skoraði sitt annað mark í og kom liðinu þremur mörkum yfir. Það batnaði ekki fyrir Fylkismenn á 77. mínútu þegar Aleksandar Trninic skoraði úr hornspyrnu. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði síðan sitt þriðja mark á 82. mínútu, geggjaður leikmaður þar á ferð.

Fylkir minnkaði muninn aðeins mínútu síðar, en 5-1 sigur KA staðreynd í leik sem bauð upp á allt. Fylkir áfram í fallsæti en KA er á fínu róli þessa daganma og er komið með 18 stig í 6. sæti deildarinnar.

KR með sigur á Stjörnunni
Í Vesturbænum tók KR á móti Stjörnunni, en svo virðist sem ræða Grétars Sigfinns Sigurðarssonar, fyrrum leikmanns KR, í útvarpinu í gær hafi kveikt í KR-ingum.

Sjá einnig:
„Mér finnst bara allt leiðinlegt í kringum KR í augnablikinu"

Leikurinn fór nokkuð fjörlega og stað og það var hart barist á upphafsmínútunum. Það dró til tíðinda á 30. mínútu leiksins þegar Óskar Örn Hauksson bombaði knettinum í samskeytin, 1-0 fyrir KR.

Stjörnumenn sóttu allhressilega undir lok fyrri hálfleiks en tókst ekki að skora. Liðið mætti einbeitt til leiks í þeim seinni og hélt áfram að vera sterkari aðilinn en KR varðist vel.

KR fékk algjört dauðafæri á 62. mínútu þegar Andre Bjerregaard var mættur einn á móti Haraldi í marki Stjörnunnar sem tókst að verja á einhvern ótrúlegan hátt.

Það sem eftir lifði leiks lá KR til baka og beitti skyndisóknum. Stjarnan fékk mörg góð færi til þess að jafna en inn vildi boltinn ekki og 1-0 sigur KR niðurstaðan. Svekkjandi fyrir Stjörnuna sem missir Val þremur stigum framfyrir sig í toppbaráttunni. Karaktersigur hjá KR sem hefur nú unnið tvo leiki í röð.

KA 5 - 1 Fylkir
1-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('19 )
1-0 Albert Brynjar Ingason ('32 , misnotað víti)
2-0 Callum Williams ('43 )
3-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('65 )
4-0 Aleksandar Trninic ('77 )
5-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('82 )
5-1 Valdimar Þór Ingimundarson ('83 )
Rautt spjald:Ásgeir Eyþórsson, Fylkir ('61)
Lestu um leikinn hér

KR 1 - 0 Stjarnan
1-0 Óskar Örn Hauksson ('30 )
Lestu um leikinn hér

Sjá einnig:
Pepsi-deildin: ÍBV jafnaði úr umdeildri vítaspyrnu
Pepsi-deildin: Valur með öflugan sigur á heimavelli

Það er einn leikur eftir í Pepsi-deild karla í kvöld og hefst hann klukkan 19:15 - Breiðablik fær FH í heimsókn. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner