sun 22. júlí 2018 18:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: Sigur Þórs/KA í leik sem hafði gott sem allt
Þór/KA fagnar marki í dag.
Þór/KA fagnar marki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hildur var frábær en það var ekki nóg fyrir HK/Víking.
Hildur var frábær en það var ekki nóg fyrir HK/Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
HK/Víkingur 2 - 5 Þór/KA
0-1 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('4 )
1-1 Hildur Antonsdóttir ('6 )
1-2 Andrea Mist Pálsdóttir ('41 )
1-3 Hulda Ósk Jónsdóttir ('47 )
2-3 Hildur Antonsdóttir ('59 )
2-4 Sandra María Jessen ('71 )
2-5 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('89 )
Rautt spjald:Andri Hjörvar Albertsson , Þór/KA ('77)
Lestu nánar um leikinn

Það var einn leikur í Pepsi-deild kvenna í dag og hann var mjög tíðindamikill.

Íslandsmeistarar Þór/KA heimsóttu HK/Víking - sem hefur verið að koma mikið á óvart.

Leikurinn byrjaði með látum og komst Þór/KA yfir á fjórðu mínútu þegar Sandra Mayor, borgarstjórinn, skoraði. Forysta gestanna var ekki langlíf því Hildur Antonsdóttir jafnaði í næstu sókn, 1-1.

Það virtist stefna í staðan yrði jöfn í hálfleik en Andrea Mist Pálsdóttir kom í veg fyrir það þegar hún skoraði með langskoti á 41. mínútu. Staðan 2-1 í hálfleik, en hún var 3-1 í upphafi þess seinni þegar Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði frábært mark.

Þvílíkur leikur Fossvoginum en þetta var ekki búið. Hildur Antonsdóttir minnkaði muninn með öðru marki sínu á 59. mínútu. Hildur leitaði að þrennunni en næsta markið í þessum leik kom frá Þór/KA og Sandra María Jessen skoraði það. Fólkið í stúkunni var ekki sátt með markið en kallað var eftir broti í aðdraganda þess.

Það sauð allt upp úr á 77. mínútu og fékk Andri Hjörvar Albertsson, aðstoðarþjálfari Þórs/KA, að líta rauða spjaldið en það kom ekki að sök. Sandra Mayor kláraði leikinn algjörlega fyrir Þór/KA með öðru marki sínu á 89. mínútu.

Lokatölur 5-2 fyrir Þór/KA.

Hvað þýða þessi úrslit?
Þór/KA er komið á toppinn með 29 stig en HK/Víkingur er í fimmta sæti með 13 stig.

Næstu leikir í deildinni eru ekki fyrr en á þriðjudag.

Leikir umferðarinnar

Á þriðjudag:
18:00 ÍBV-FH (Hásteinsvöllur)
19:15 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
19:15 KR-Selfoss (Alvogenvöllurinn)

Á miðvikudag:
19:15 Stjarnan-Valur (Samsung völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner