Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. júlí 2018 17:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Richarlison á leið í læknisskoðun - Dýrari en Gylfi
Richarlison verður líklega í bláum búning á næsta tímabili.
Richarlison verður líklega í bláum búning á næsta tímabili.
Mynd: Getty Images
Richarlison, framherji Watford er á leið í læknisskoðun hjá Everton á næsta sólahringnum og mun verða dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Hinn 21 árs gamli Richarlison kom til Watford síðasta sumar þegar núverandi stjóri Everton, Marco Silva, stýrði Watford og fékk hann leikmanninn til liðs við sig. Richarlison hefur nú yfirgefið æfingabúðir Watford í Austurríki og allt bendir til þess að hann sé á leið til Everton.

Félögin eru að ganga frá smáatriðum í samningnum en það er ljóst að verðmiðinn mun vera í kringum 50 milljónir punda. Það þýðir að leikmaðurinn verður sá dýrasti í sögu félagsins og fer fram úr okkar manni, Gylfa Þór Sigurðssyni sem kom til félagsins síðasta sumar fyrir 45 milljónir punda frá Swansea.

Richarlison gekk til liðs við Watford frá Fluminese fyrir 13 milljónir punda og það er því ljóst að Watford er að græða vel á sölunni. Leikmaðurinn skoraði fimm mörk í fyrstu 12 leikjum sínum hjá félaginu en var í vandræðum eftir brottrekstur Silva.
Athugasemdir
banner
banner
banner