Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 22. júlí 2018 07:30
Gunnar Logi Gylfason
Salah með flestar snertingar í vítateig andstæðinganna
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah var einn besti leikmaður heims á síðasta tímabili og var ein stærsta ástæðan fyrir því að Liverpool tryggði sér Meistaradeildarsæti á komandi tímabili auk þess að liðið komst í úrslit Meistaradeildarinnar.

Egyptinn var fenginn til félagsins frá Roma síðasta sumar og frammistaða hans var betri en menn þorðu að vona fyrirfram.

Salah var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 32 mörk í 36 leikjum.

Hann er einnig efstur á lista yfir flestar snertingar inn í teig andstæðinganna. Hann náði 282 snertingum inni í vítateig andstæðinganna í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Næstur á eftir kom Raheem Sterling með 263 snertingar en hann skoraði 18 mörk.

Harry Kane er sá þriðji í röðinni en hann náði 229 snertingum en hann var næst markahæstur í deildinni með 30 mörk.

Wilfried Zaha náði 208 snertingum með liði sínu Crystal Palace og Richarlison náði 199 snertingum með Watford en þau lið enduðu í 11. og 14. sæti svo það verður að teljast nokkuð gott.
Athugasemdir
banner
banner
banner