Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. júlí 2018 09:00
Gunnar Logi Gylfason
„Sarri vildi eyðileggja Napoli"
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis, formaður ítalska knattspyrnufélagsins Napoli, segir Maurizio Sarri hafa viljað eyðileggja félagið.

Laurentiis skaut oft á Sarri á meðan sá síðarnefndi þjálfaði liðið þrátt fyrir góðan árangur í deildinni heimafyrir.

Sarri sagði á fréttamannafundi eftir að hann tók við Chelsea að hann væri leiður að hafa yfirgefið Napoli og mistök hefðu verið gert á báða bóga.

Laurentiis tók ekki vel í það og sagði í viðtali við Sky Sport Italia að hann hafi ekki gert nein mistök.

Einnig sagði formaðurinn að Sarri vildi taka allt liðið til Englands og eyðileggja það en Sarri tók miðjumanninn Jorginho með sér til ensku höfuðborgarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner