Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. júlí 2018 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn AGF troðfylltu kirkju á leikdegi
AGF spilar sinn fyrsta heimaleik í dag.
AGF spilar sinn fyrsta heimaleik í dag.
Mynd: Getty Images
AGF frá Árósum spilar sinn fyrsta heimaleik í dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili í dag; hann hófst klukkan 14:00. AGF tekur á móti Nordsjælland og er Björn Daníel Sverrisson í byrjunarliði AGF. Björn Daníel fær tækifæri til að láta ljós sitt skína.

Í fyrra var AGF í fallbaráttu en á þessu tímabili ætlar liðið sér stærri hluti - það er klárt mál.

Fyrir fyrsta heimaleik tímabilsins ákváðu stuðningsmenn AGF að biðja um hjálp frá æðri mætti. Sankt Lukas kirkjan sem er í nágrenni við heimavöll AGF ákvað að bjóða stuðningsmönnum að koma saman í kirkjunni fyrir leikinn og þiggja guðsþjónustu.

Stuðningsmenn AGF þáðu boðið og mættu í kirkjuna klæddir treyjum liðsins sem þeir styðja.

Gagnrýnisraddir hafa vaknað í Árósum að fótboltaaðdáendum skuli vera leyft að hafa kirkjuna fyrir sig á leikdegi en presturinn í Sankt Lukas vonast til að úr þessu skapist hefð.

Leikur AGF og Nordsjælland hófst eins og áður segir klukkan 14:00 en þegar þessi frétt er skrifuð er staðan 1-0 fyrir Nordsjælland.

Hægt er að sjá myndir hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner