Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. júlí 2018 17:36
Ingólfur Páll Ingólfsson
Svíþjóð: AIK skoraði fimm - Gautaborg tapaði
Elías Már var í byrjunarliði Gautaborgar í dag.
Elías Már var í byrjunarliði Gautaborgar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir fóru fram í úrvalsdeildinni í Svíþjóð þar sem Íslendingar voru á ferðinni í tveimur viðureignum.

Haukur Heiðar sat allan tímann á varamannabekk AIK þegar liðið burstaði Brommapojkarna með fimm mörkum gegn einu. AIK menn mættu ekki alveg til leiks og fengu á sig fyrsta mark leiksins. AIK jafnaði metin í fyrri hálfleik, reimaði á sig markaskóna í hálfleik og raðaði inn mörkum í þeim síðari.

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Gautaborgar sem tapaði fyrir Sirius á útivelli með þremur mörkum gegn tveim. Elías spilaði fyrstu 77 mínútur leiksins en var kippt af velli eftir að Sirius hafði komist yfir í fyrsta skipti í leiknum. Að lokum sigraði Djurgården lið Häcken með tveimur mörkum gegn einu.

AIK er á toppi deildarinnar með 33 stig eftir 15. umferðir. Hammarby og Norrköping eru með 27 stig í 2. og 3. sæti en eiga tvo leiki til góða. Gautaborg er hinsvegar óþægilega nálægt fallsvæðinu, með 16 stig, fimm stigum frá fallsæti.

Sjá einnig:
Elías Már spáir í leiki 13. umferðar í Pepsi-deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner