Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. júlí 2018 08:30
Gunnar Logi Gylfason
Tíu dýrustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar
Heimsmeistarinn Paul Pogba er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Heimsmeistarinn Paul Pogba er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku er næst dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Romelu Lukaku er næst dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk er þriðji á listanum
Virgil van Dijk er þriðji á listanum
Mynd: Getty Images
Alisson Becker gekk til liðs við Liverpool á dögunum
Alisson Becker gekk til liðs við Liverpool á dögunum
Mynd: Vefur Liverpool
Riyad Mahrez er genginn til liðs við Englandsmeistarana
Riyad Mahrez er genginn til liðs við Englandsmeistarana
Mynd: Getty Images
Leikmenn fara milli félaga fyrir rosalega háar upphæðir í nútímafótbolta. Sky Sports tók saman lista yfir tíu dýrustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi og má sjá hann hér að neðan.

1. Paul Pogba - £93.25m, Juventus til Manchester United
Mikið fór fyrir endurkomu Pogba til Man Utd fjórum árum eftir að hann fór til Juventus. #POGBACK var vinsælt myllumerk um heim allan enda var hann að fara á fé sem var þá heimsmet. Hann hefur átt erfitt uppdráttar og verið mikið gagnrýndur vegna verðmiðans en vann HM í sumar.

=2. Romelu Lukaku - £75m, Everton til Manchester United
Jose Mourinho eyddi 75 milljónum punda fyrir leikmanninn síðasta sumar til að fá hann frá Everton. Hann skoraði 16 mörk í deildinni auk 11 í bikarkeppnum.

=2. Virgil van Dijk - £75m, Southampton til Liverpool
Liverpool þurfti á nýjum varnarmanni að halda í janúar og var það Van Dijk sem Liverpool þurfti. Hann var orðaður við liðið allt síðasta sumar en kom nánast hálfu ári seinna. Hjálpaði liðinu alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu.

4. Alvaro Morata - £70m, Real Madrid til Chelsea
Chelsea keypti Morata frá Real Madrid síðasta sumar. Hann byrjaði vel og skoraði sex mörk í fyrstu sex úrvalsdeildarleikjunum. Síðan meiddist hann og átti erfitt með að ná upp fyrra formi og skoraði aðeins einu sinni eftir áramót.

5. Alisson Becker - £67m, Roma til Liverpool
Hálfu ári eftir að hafa gert van Dijk að dýrasta varnarmanni heims keypti Liverpool Alisson Becker og gerði hann um leið dýrasta markmann heims. Brasilíski markmaðurinn spilaði hverja einustu mínútu með Brasilíu á HM. Auk þess spilaði hann með Roma sem datt út fyrir Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

6. Fred - £61.2m, Shakhtar Donetsk til Manchester United
Brasilíumaður sem var mikið orðaður við nágrannanna í Manchester City áður en Manchester United kom til sögunnar. Skrifaði undir fimm ára samning, enn einn leikmaður Manchester United á listanum. Leikmaðurinn sagði að fá að spila undir stjórn Mourinho væri tækifæri sem ekki væri hægt að sleppa.

=7. Pierre-Emerick Aubameyang - £60m, Borussia Dortmund til Arsenal
Kaup Aubameyang voru svolítið sérstök en þau áttu sér stað á gluggadeginum í janúar. Þar sem Aubameyang fór frá Dortmund til Arsenal fór Giroud til Chelsea frá Arsenal og Batshuayi til Dortmund frá Chelsea. Leikmaðurinn skoraði 10 mörk í 13 úrvalsdeildarleikjum.

=7. Riyad Mahrez - £60m, Leicester til Manchester City
Eftir að hafa reynt ítrekað að klófesta Alsírbúann í janúarglugganum náðu Englandsmeistararnir loks að tryggja sér þjónustu Mahrez með því að setja félagsmet. Leikmaðurinn hefur verið lykilleikmaður hjá Leicester City undanfarin ár og var einn lykilmanna liðsins þegar Leicester varð Englandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins tímabilið 2015-2016.

9. Angel Di Maria – £59.7m, Real Madrid til Manchester United
Var keyptur frá spænsku höfuðborginni árið 2014. Þessi kaup voru álitin góð en félagið setti breskt met með því að eyða tæplega 60 milljónum punda í leikmanninn. Hann náði sér ekki á strik þrátt fyrir góða byrjun hjá félaginu og var seldur ári seinna á 44.3 milljónir punda til PSG þar sem hann er enn.

10. Aymeric Laporte - £57m, Athletic Bilbao til Manchester City
Þáverandi félagsmet. Englandsmeistararnir bættu góðum varnarmanni í hópinn í janúar. Hann var ekki með öruggt byrjunarliðssæti á tímabilinu en mun væntanlega stefna að því á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner