Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. júlí 2020 12:00
Elvar Geir Magnússon
Blanc orðaður við stjórastól Barcelona
Laurent Blanc.
Laurent Blanc.
Mynd: Getty Images
Laurent Blanc, fyrrum þjálfari Paris Saint-Germain og franska landsliðsins, er orðaður við stjórastólinn hjá Barcelona í Diario Sport.

Þessi fyrrum miðvörður er sagður vera í miklum metum hjá æðstu mönnum Börsunga en staða Quique Setien er sögð mjög óörugg.

Spænskir fjölmiðlar sögðu í gær að Setien myndi stýra Barcelona í Meistaradeildarleikjunum í ágúst en ekki er vitað hvað verður um hann eftir þá leiki.

Börsungar gerðu 1-1 jafntefli gegn Napoli í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðið á eftir að spila heimaleikinn.

Blanc spilaði fyrir Barcelona tímabilið 1996-97 en hann hefur á stjóraferlinum unnið fjóra franska meistaratitila, einn með Bordeaux og þrjá með PSG.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner