Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. júlí 2020 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jafnt á Old Trafford - Ræðst í lokaumferðinni
Greenwood bjargaði stigi fyrir Rauðu djöflana.
Greenwood bjargaði stigi fyrir Rauðu djöflana.
Mynd: Getty Images
Antonio skoraði úr vítaspyrnu.
Antonio skoraði úr vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 1 - 1 West Ham
0-1 Michail Antonio ('45 , víti)
1-1 Mason Greenwood ('51 )

Manchester United og West Ham skildu jöfn er liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd réði ferðinni í fyrri hálfleiknum, en gestirnir komust yfir undir lok hans þegar hinn sjóðheiti Michail Antonio skoraði af vítapunktinum. Vítaspyrnuna fékk West Ham eftir að Paul Pogba handlék boltann. Declan Rice skaut að marki eftir aukaspyrnu og Pogba setti hendurnar upp að andliti sínu með þeim afleiðingum að hann varði boltann inn í teignum.

Pogba reyndi að leika það þannig í fyrstu að hann hefði fengið boltann í höfuðið en VAR-sjáin missti svo sannarlega ekki af þessu.

Staðan 1-0 í hálfleik, en heimamenn voru ekki lengi að jafna í seinni hálfleiknum. Það gerði hinn stórefnilegi Mason Greenwood eftir samspil við Anthony Martial. Greenwood er búinn að eiga mjög gott tímabil og hrikalega spennandi leikmaður þar á ferðinni.

Heimamenn náðu hins vegar ekki að fylgja markinu vel eftir. West Ham voru ef eitthvað er hættulegri til að stela sigurmarki en allt kom fyrir ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan.

Man Utd fer með þessum sigri upp í þriðja sæti með jafnmörg stig og Chelsea sem á leik til góða gegn Liverpool á eftir. United mætir Leicester á útivelli í lokaumferðinni, en fyrir þann leik er Man Utd með einu stigi meira en Leicester. Það ræðst því í lokaumferðinni hvaða lið ná Meistaradeildarsæti, að minnsta kosti á milli Man Utd og Leicester. Chelsea getur tryggt sig í Meistaradeildina með stigi gegn Liverpool.

West Ham tryggði sér áframhaldandi veru í deild þeirra bestu með stigi í dag. Vel gert hjá David Moyes að koma inn á miðju tímabili og halda liðinu uppi.

Klukkan 19:15 hefst leikur Liverpool og Chelsea. Smelltu hér til að skoða byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner