Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. júlí 2020 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Sigur Liverpool í stórskemmtilegum leik
Titillinn fer á loft á Anfield
Innlifun.
Innlifun.
Mynd: Getty Images
Liverpool 5 - 3 Chelsea
1-0 Naby Keita ('23 )
2-0 Trent Alexander-Arnold ('38 )
3-0 Georginio Wijnaldum ('43 )
3-1 Olivier Giroud ('45 )
4-1 Roberto Firmino ('55 )
4-2 Tammy Abraham ('61 )
4-3 Christian Pulisic ('73 )
5-3 Alex Oxlade-Chamberlain ('84 )

Liverpool hitaði upp fyrir titilfögnuð kvöldsins með sigri á Chelsea í stórskemmtilegum leik á Anfield.

Liverpool gekk á lagið í fyrri hálfleiknum eftir mjög gott mark sem Naby Keita á 23. mínútu. Trent Alexander-Arnold bætti við öðru marki beint úr aukaspyrnu á 38. mínútu og Georginio Wijnaldum skoraði þriðja markið á markamínútunni, 43. mínútu.

Hinn vanmetni Olivier Giroud minnkaði muninn fyrir leikhlé og það gerði stöðuna aðeins bærilegri fyrir Chelsea á leið inni í seinni hálfleikinn.

Roberto Firmino gerði hins vegar fjórða mark Liverpool á 55. mínútu, en ekki gafst Chelsea upp frekar en fyrri daginn.

Tammy Abraham minnkaði muninn á 61. mínútu og Christian Pulisic minnkaði hann enn frekar á 73. mínútu þegar hann dúndraði boltanum í netið innan teigs. Lengra komst Chelsea þó ekki. Alex Oxlade-Chamberlain gerði út um leikinn fyrir Liverpool á 84. mínútu.

Liverpool landaði sigrinum eftir það, lokatölur 5-3. Það voru flugeldasýningar í kringum völlinn í gegnum leikinn og það fara væntanlega fleiri flugeldar á loft í Liverpool í kvöld. Liverpool mun eftir nokkrar mínútur lyfta sínum fyrsta Englandsmeistarabikar í 30 ár eftir sigur í sínum síðasta heimaleik á þessu tímabili.

Til hamingju Liverpool með magnað tímabil! Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á sunnudaginn og er Chelsea í fjórða sæti fyrir hana. Það ræðst í lokaumferðinni hvaða lið ná Meistaradeildarsæti. Það eru tvö sæti í boði og þrjú lið í baráttunni; Chelsea, Leicester og Manchester United.

Sjá einnig:
Sjáðu glæsileg mörk Naby Keita og Alexander-Arnold

Önnur úrslit:
England: Jafnt á Old Trafford - Ræðst í lokaumferðinni
Athugasemdir
banner
banner