Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. júlí 2020 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson: Enn sætara eftir síðasta tímabil
Jordan Henderson.
Jordan Henderson.
Mynd: Getty Images
„Við höfum verið að bíða eftir þessu lengi," sagði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, eftir 5-3 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Liverpool tryggði sér titilinn fyrir nokkrum vikum en bikarinn fór á loft eftir síðasta heimaleikinn í deildinni áðan. Henderson fékk þann heiður að lyfta bikarnum, fyrsta Englandsmeistarabikar í 30 ár.

„Þetta er enn sætara eftir síðasta tímabil. Það var erfitt að taka því. Við svöruðum með því að vinna Meistaradeildina og við vissum að við ættum óklárað verk heima fyrir."

„Að vinna ensku úrvalsdeildina hefur verið draumur frá því að ég var yngri. Það er ein af ástæðunum fyrir því að þú kemur til Liverpool. Þetta gerðist ekki á einni nóttu. Að klára tímabilið svona er mjög sérstakt."

„Stjórinn kom með samheldni inn í hópinn og það sást inn á vellinum."


Athugasemdir
banner
banner