Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. júlí 2020 20:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak á toppnum í Svíþjóð - Arnór og Hörður í sóttkví
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði að venju allan leikinn fyrir Norrköping er liðið vann 2-0 sigur gegn Varberg í sænsku úrvalsdeildinni.

Ísak er þrátt fyrir ungan aldur búinn að festa sig í sessi í byrjunarliði Norrköping sem er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með sex stiga forystu á Häcken sem er í öðru sæti.

Häcken vann einmitt 4-0 sigur gegn AIK. Óskar Sverrisson var ekki í hóp hjá Häcken og Kolbeinn Sigþórsson var ekki í hóp hjá AIK. Kolbeinn er því miður að glíma við meiðsli. AIK er í ellefta sæti deildarinnar.

Danmörk:
Mikael Neville Anderson var eini Íslendingurinn sem kom við sögu í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kom inn á sem varamaður á 64. mínútu í 1-1 jafntefli gegn Bröndby. Hjörtur Hermannsson var ónotaður varamaður.

Midtjylland er búið að tryggja sér danska meistaratitilinn á meðan Bröndby er í fjórða sæti.

Jón Dagur Þorsteinsson var ekki í hóp hjá AGF sem gerði 1-1 jafntefli við Nordsjælland. AGF er í öðru sæti og er Jón Dagur búinn að vera í lykilhlutverki á tímabilinu.

Rússland:
CSKA Moskva vann 2-0 sigur á Tambov í lokaumferð rússnesku úrvalsdeildarinnar. Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru ekki með CSKA þar sem þeir eru í sóttkví vegna gruns um að þeir séu með kórónuveiruna. Vísir segir frá.

CSKA hafnar í fjórða sæti deildarinnar og fer í Evrópudeildina á næstu leiktíð.

Jón Guðni Fjóluson var allan tímann á bekknum hjá Krasnodar sem tryggði sér þriðja sæti deildarinnar með 4-0 sigri gegn Akhmat Grozny. Krasnodar tekur þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner