Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. júlí 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Keflavík ekki upp fyrir Stólana
Afturelding náði í stig á heimavelli gegn Keflavík.
Afturelding náði í stig á heimavelli gegn Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 1 - 1 Keflavík
0-1 Dröfn Einarsdóttir ('4 )
1-1 Alda Ólafsdóttir ('42 )
Lestu nánar um leikinn

Afturelding og Keflavík skiptu stigunum á milli sín er liðin áttust við í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Keflavík gat með sigri farið upp fyrir Tindastól á toppi deildarinnar en Afturelding kom í veg fyrir það.

Dröfn Einarsdóttir kom Keflavík yfir á fjórðu mínútu en Alda Ólafsdóttir jafnaði fyrir heimakonur stuttu fyrir leikhlé. „Ég hélt að Keflavík ætlaði að gera út um leikinn á fyrstu 10 mínútunum en Afturelding náði með seiglu að vinna sig aftur inn í leikinn og uppskar jöfnunarmark rétt fyrir leikhlé," skrifaði Mist Rúnarsdóttir í beinni textalýsingu þegar flautað var til leikhlés.

Afturelding náði að halda út og lokatölur 1-1. „Liðin skipta stigunum á milli sín. Sanngjarnt þegar heilt er á litið. Þetta var gríðarlega harður baráttuleikur en báðum liðum skorti gæði á síðasta þriðjungi til að klára leikinn," skrifaði Mist þegar flautað var til leiksloka.

Tindastóll er á toppnum með einu stigi meira en Keflavík, en Stólarnir eiga líka leik til góða. Afturelding er í fjórða sæti með níu stig.
Athugasemdir
banner