Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. júlí 2020 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Gaui Þórðar fékk skell í fyrsta leik
Leiknir R. á toppinn
Lengjudeildin
Guðjón stýrði Víkingi Ólafsvík í fyrsta sinn. Ekki byrjar það vel hjá honum.
Guðjón stýrði Víkingi Ólafsvík í fyrsta sinn. Ekki byrjar það vel hjá honum.
Mynd: Víkingur Ólafsvík
Leiknismenn eru komnir á toppinn.
Leiknismenn eru komnir á toppinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór vann nágrannaslaginn.
Þór vann nágrannaslaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Goðsögnin Guðjón Þórðarson fer ekki vel af stað með Víkingi Ólafsvík. Hann stýrði liðinu í fyrsta sinn í kvöld og tapaði liðið stórt á útivelli gegn Leikni í Breiðholti.

Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leikni yfir á tólftu mínútu og fyrirliði liðsins, Sævar Atli Magnússon, skoraði annað mark fyrir leikhlé.

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson gerði svo gott sem út um leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar hann skoraði þriðja mark heimamanna. Sólon Breki Leifsson og Arnór Ingi Kristinsson gerðu tvö síðustu mörkin og lokatölur 5-0 fyrir Leiknismenn.

Leiknismenn eru komnir á toppinn, upp fyrir ÍBV og Keflavík, eftir þennan sigur. Leiknir er með 16 stig en Ólsarar eru í tíunda sæti með sex stig.

Leiknir upp fyrir Keflavík því það voru óvænt úrslit í Fjarðabyggðarhöllinni þar sem nafnar þeirra frá Fáskrúðsfirði tóku stig af Keflvíkingum. Leiknismenn voru reyndar óheppnir að taka ekki stigin þrjú því Frans Elvarsson jafnaði í uppbótartíma eftir að Sæþór Ívan Viðarsson hafði komið Keflavík yfir í fyrri hálfleik.

Leiknir F. er í níunda sæti með sjö stig eftir að hafa tekið stig í kvöld. Þeir eru nýliðar í deildinni og geta nokkuð vel við unað.

Þá var nágrannaslagur fyrir norðan þar sem Þórsarar fóru með sigur af hólmi gegn Magna, 3-0. Jónas Björgvin Sigurbergsson kom Þór yfir og Spánverjarnir í liði Þórs sáu um eftirleikinn í seinni hálfleiknum.

Þór er í fimmta sæti með 13 stig og Magni er á botninum, án stiga sjö leiki. Útlitið ekki gott á Grenivík.

Það munar aðeins sex stigum á efstu átta liðunum og mikil spenna í þessu.

Leiknir F. 1 - 1 Keflavík
1-0 Sæþór Ívan Viðarsson ('37 )
1-1 Frans Elvarsson ('93 )
Rautt spjald: Arkadiusz Jan Grzelak , Leiknir F. ('90)
Lestu nánar um leikinn

Leiknir R. 5 - 0 Víkingur Ó.
1-0 Vuk Oskar Dimitrijevic ('12 )
2-0 Sævar Atli Magnússon ('37 )
3-0 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('48 )
4-0 Sólon Breki Leifsson ('65 )
5-0 Arnór Ingi Kristinsson ('74 )
Lestu nánar um leikinn

Þór 3 - 0 Magni
1-0 Jónas Björgvin Sigurbergsson ('30 )
2-0 Alvaro Montejo Calleja ('48 , víti)
3-0 Izaro Abella Sanchez ('77 )
Lestu nánar um leikinn

Önnur úrslit:
Lengjudeildin: Þriðja jafntefli ÍBV í röð kom gegn Vestra
Athugasemdir
banner
banner
banner