Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. júlí 2020 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Fjölnir tók stig á Meistaravöllum
Alvöru stig fyrir Fjölni.
Alvöru stig fyrir Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 2 - 2 Fjölnir
0-1 Jóhann Árni Gunnarsson ('17 )
1-1 Pálmi Rafn Pálmason ('19 )
2-1 Atli Sigurjónsson ('61 )
2-2 Ingibergur Kort Sigurðsson ('65 )
Lestu nánar um leikinn

Fjölnismenn, neðsta lið Pepsi Max-deildarinnar, gerðu sér lítið fyrir og tóku stig af Íslandsmeisturum KR á Meistaravöllum í Vesturbæ.

Gestirnir úr Grafarvogi komust yfir á 17. mínútu þegar Jóhann Árni Gunnarsson skoraði. „Örvar Eggertsson kemur með góða fyrirgjöf út í teig og þar mætir Jóhann Árni og setur boltan fastan í fjær. Óverjandi fyrir Beiti," skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu.

Forystan var ekki langlíf því Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin á 19. mínútu eftir hornspyrnu frá Atla Sigurjónssyni. Fyrri hálfleikurinn var stórskemmtilegur en staðan að honum loknum var 1-1.

KR tók forystuna aftur á 61. mínútu þegar Atli Sigurjónsson, einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar, til þessa skoraði með skalla eftir sendingu frá Óskari Erni Haukssyni.

Adam var ekki lengi í paradís eins og maðurinn sagði. Fjölnir jafnaði aftur fjórum mínútum síðar þegar Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði eftir frábæra sendingu frá Hallarvaði Óskari Sigurðarsyni. Þeir voru báðir nýkomnir inn á þegar þeir komu að þessu marki.

Fjölnismenn héldu út og þeir voru ekki langt frá því að ná sigrinum á síðustu tíu mínútum leiksins. Þetta gætu verið stór stig fyrir Fjölni og gefið þeim aukið sjálfstraust.

Fjölnir er áfram á botninum með þrjú stig á meðan KR er á toppnum með 16 stig.

Önnur úrslit:
Pepsi Max-deildin: Markalaust í uppgjöri nýju þjálfaranna
Athugasemdir
banner
banner
banner