Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. júlí 2020 09:59
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu mörkin: Langþráð mark Þróttara var af dýrari gerðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur landaði sínu fyrsta stigi í Lengjudeildinni í sumar þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Fram í gærkvöldi.

Leikurinn var æsilegur en Þróttur virtist vera að tryggja sér sigur í lokin en Fram jafnaði með flautumarki.

Ekkert hefur gengið hjá Þrótturum í sumar og liðið hafði farið í gegnum fimm deildarleiki án þess að skora þegar kom að þessum leik.

En langþráð mark Þróttar, 1-1 jöfnunarmark á 82. mínútu, var af dýrari gerðinni.

„HALLLLLLLÓOOOO! Þetta var af dýrari gerðinni! LAAAAAANGRI bið Þróttara eftir marki er lokið. Birkir Þór (Guðmundsson) fær boltann vel fyrir utan teig og neglir honum í slánna og inn!," skrifaði Sigurður Marteinsson í textalýsingu Fótbolta.net.

Markið hjá Birki var hreinlega geggjað eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Einnig má sjá viðtal við Gunnar Guðmundsson, þjálfara Þróttar, sem tekið var eftir leikinn.


Gunnar Guðmunds: Þetta er það sem við viljum sjá
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner