Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 22. júlí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær: Maguire klár - Bailly æfði í gær
Eric Bailly fékk þungt högg á sunnudag.
Eric Bailly fékk þungt högg á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire og Eric Bailly skullu saman í leik Chelsea og Manchester United á sunnudaginn.

„Maguire mætti á æfingu í gær [mánudag] og hann verður klár," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, á blaðamannafundi í gær

„Bailly fékk auðvitað þungt högg og við fylgjumst með honm. Hann varð eftir í London eftir leikinn. Ég hef ekki hitt hann til þessa þar sem ég er í þessum viðtölum og strákarnir eru að hittast núna."

„Ég sé hann fljótlega og vonandi er hann í lagi,"
sagði Solskjær í gær. Eric Bailly æfði svo með United-liðinu eftir blaðamannafundinum sem Solskjær mætti á. Að öðru leyti var Solskjær spurður út í stöðu David de Gea eftir mistökin um helgina en Solskjær vildi ekki að fundurinn snerist um de Gea og ræddi önnur mál.

Manchester United mætir West Ham klukkan 17:00 í dag í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið tapað 1-3 gegn Chelsea í undanúrslitum bikarkeppninnar á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner