Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. júlí 2021 13:30
Fótbolti.net
Fabian Delph sagður brjálaður út í Everton
Delph
Delph
Mynd: EPA
Fabian Delph er sagður brjálaður út í Everton vegna þess hvernig félagið hefur höndlað það mál að leikmaður félagsins hafi verið handtekinn á dögunum.

Everton tilkynnti á mánudag að leikmaður félagsins hefði verið handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Ekki hefur verið greint frá því í enskum fjölmiðlum að umræddur leikmaður sé Gylfi Þór Sigurðsson vegna lagalegra ástæðna. Það hefur hins vegar verið gert í erlendum miðlum.

Í enskum fjölmiðlum hefur komið fram að leikmaðurinn sé 31 árs gamall. Með staðfestingu Everton á því að það hafi verið leikmaður félagsins sem var handtekinn komu einungis Fabian Delph og Gylfi til greina.

Delph ferðaðist ekki með Everton í æfingaferð til Bandaríkjanna og spratt upp umræða um að hann gæti verið sá sem lögreglan hefði handtekið. Delph er samkvæmt heimildum The Athletic brjálaður út í hvernig málið hefur verið tæklað.

Ástæðan fyrir því að Delph fór ekki með til Bandaríkjanna er sú að Delph hafði umgengst manneskju sem greindist með Covid-19 skömmu fyrir brottför.
Athugasemdir
banner
banner
banner