Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. júlí 2022 22:53
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Grótta lenti undir en svaraði með sex mörkum
Grótta er í öðru sæti 2. deildar kvenna
Grótta er í öðru sæti 2. deildar kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta er í öðru sæti 2. deildar kvenna eftir magnaðan 6-1 sigur á ÍA á Vivaldi-vellinum í kvöld.

Skagastelpur komust yfir á 16. mínútu leiksins en leiðin lá bara niður á við eftir það.

Tinna Jónsdóttir skoraði tvívegis áður en Mis Þormóðsdóttir Grönvold gerði þriðja mark Gróttu. Í þeim síðari gerði Grótta þrjú mörk á tæpum tuttugu mínútum og gerði þannig út um leikinn og hafði þar 6-1 sigur.

Grótta er með 20 stig í 2. sæti en ÍA í 5. sæti með 12 stig.

Hamar vann þá fyrsta sigur sinn í deildinni er liðið lagði KÁ að velli, 2-1. Brynhildur Sif Viktorsdóttir kom heimakonum yfir á 43. mínútu áður en Elísabet Ósk L. Servo Ólafíudóttir jafnaði á 50. mínútu.

Hamar fékk vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum og var það Íris Sverrisdóttir sem sá til þess að Hamar myndi vinna sinn fyrsta leik í sumar. Hamar er nú með 4 stig í 10. sæti en KÁ áfram í neðsta sætinu og án stiga.

Úrslit og markaskorarar:

Grótta 6 - 1 ÍA
0-1 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('16 )
1-1 Tinna Jónsdóttir ('26 )
2-1 Tinna Jónsdóttir ('31 )
3-1 Mist Þormóðsdóttir Grönvold ('35 )
4-1 Lilja Davíðsdóttir Scheving ('49 )
5-1 Lilja Lív Margrétardóttir ('54 )
6-1 Bjargey Sigurborg Ólafsson ('64 )

Hamar 2 - 1 KÁ
1-0 Brynhildur Sif Viktorsdóttir ('43 )
1-1 Elísabet Ósk L. Servo Ólafíud. ('50 )
2-1 Íris Sverrisdóttir ('81 , Mark úr víti)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner