fös 22. júlí 2022 13:57
Elvar Geir Magnússon
Bakslag hjá Jóni Guðna sem spilar ekkert á þessu ári
Mynd: Guðmundur Svansson
Íslenski varnarmaðurinn Jón Guðni Fjóluson mun ekkert spila á þessu ári vegna meiðsla, þetta kemur fram á heimasíðu sænska félagsins Hammarby.

Síðasta haust meiddist Jón Guðni illa þegar hann sleit krossband í hné. Í endurkomuferlinu kom svo alvarlegt bakslag sem gerði það að verkum að hann þurfti að fara í tvær aðgerðir til viðbótar á hné.

Hammarby greinir frá því að hann muni ekkert koma við sögu á þessu tímabili.

Jón Guðni er 33 ára og er samningsbundinn Hammarby út næsta ár en hann kom til félagsins frá Brann 2021.

Hann hefur spilað 18 landsleiki fyrir Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner