fös 22. júlí 2022 17:00
Fótbolti.net
Ekki hennar síðasta stórmót með Íslandi, það er 100 prósent
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Andradóttir, sem er 18 ára gömul, var yngsti leikmaðurinn á Evrópumótinu í ár.

Hún lék sinn fyrsta leik með Íslandi á stórmóti er hún kom inn á sem varamaður í lokaleik EM gegn Frakklandi. Þetta verður klárlega ekki hennar síðasta stórmót með landsliðinu.

„Sú gæðin sem hún sýndi þegar hún kom inn á,“ sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í síðustu útgáfu EM Innkastsins í bili.

„Maður hefur sagt það áður, en hún er fáránlega spennandi,“ sagði Sæbjörn Þór Steinke.

„Það eru þarna þvílíkir hæfileikar og þetta er ekki síðasta stórmótið sem hún fer með Íslandi, það er 100 prósent,“ Guðmundur.

„Framtíðin er hennar,“ sagði Elvar Geir Magnússon og er svo sannarlega hægt að taka undir það.
EM Innkastið - Markmiðið náðist ekki en þjóðin er stolt
Athugasemdir
banner
banner
banner