Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. júlí 2022 15:30
Innkastið
Greinilega þungu fargi létt af Hemma - Vendipunktur á tímabilinu?
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á myndböndum frá Vestmannaeyjum á sunnudaginn sást Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, fagna af gríðarlegri innlifun þegar flautað var til leiksloka gegn Val á Hásteinsvelli.

ÍBV vann 3-2 og var þetta fyrsti sigur Eyjamanna á tímabilinu.

„Þetta var risastór sigur fyrir Eyjamenn og það var helvíti gaman að sjá minn gamla lærifaðir þegar lokaflautan gall. Það var greinilega þungu fargi af honum létt og hann fór alveg yfir um. Hann er geggjaður gæi og eins og hann sagði þá voru þeir farnir að hóta þessu. Mér fannst þeir bara eiga það skilið," segir Eysteinn Þorri Björgvinsson í Innkastinu. Eysteinn lék undir stjórn Hermanns hjá Þrótti Vogum sumarið 2020.

„Við vorum allir á ÍBV - Breiðablik og sáum þar að það býr hellingur í þessu liði. Þetta datt þarna. Þessi leikur gæti reynst snúningspunktur því næstu leikir hjá þeim eru gegn Leikni úti og svo þjóðhátíðarleikur gegn Keflavík," segir Andri Már Eggertsson, fréttamaður á Vísi.

Sigurmarkið kom í uppbótartíma. Alvöru dramatík í Eyjum.

„Ágúst Eðvald rennur á rassinn, óheppinn, og upp úr því kemur sigurmarkið. Eyjamenn áttu kannski einhverja lukku inni," segir Eysteinn.
Innkastið - Miklar hræringar og vesen í Vesturbæ
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner