Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. júlí 2022 15:00
Fótbolti.net
Ísland með mjög slaka nýtingu - „Þetta er ógeðslega pirrandi"
Icelandair
Íslenska liðið fagnar marki gegn Frakklandi.
Íslenska liðið fagnar marki gegn Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið var ekki með frábæra nýtingu fyrir framan markið í leikjum sínum á Evrópumótinu.

The Analyst greindi frá því á samskiptamiðlinum Twitter að Ísland hefði verið með næst verstu færanýtinguna í mótinu á eftir Danmörku ef miðað væri við xG tölfræðina skemmtilegu.

„Þetta er ógeðslega pirrandi,“ sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í síðustu útgáfu EM Innkastsins í Englandi.

„Þetta er óþolandi,“ sagði Sæbjörn Þór Steinke og sagði Guðmundur þá: „Þegar maður horfir til baka þá eru svo mörg færi...“

Það voru svo sannarlega augnablik til þess að klára bæði leikina gegn Belgíu og Ítalíu með sigri.

Ísland gerði þrjú 1-1 jafntefli á mótinu og endaði taplaust en það var því miður ekki nóg til þess að komast áfram. Ísland er fyrsta liðið í sögunni sem fellur úr leik í riðlakeppni EM án þess að tapa leik.


EM Innkastið - Markmiðið náðist ekki en þjóðin er stolt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner