Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 22. júlí 2022 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: FH heldur toppsætinu - HK lagði Fjölni
FH er á toppnum
FH er á toppnum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
HK fylgir fast á eftir og er í öðru sæti með 25 stig
HK fylgir fast á eftir og er í öðru sæti með 25 stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er áfram í efsta sæti Lengjudeildar kvenna eftir 3-0 sigur á Víkingi R. á Víkingsvellinum í kvöld. HK vann á meðan FJölni, 1-0, í Grafarvogi.

Esther Rós Arnarsdóttir gerði eina mark FH í fyrri hálfleiknum gegn Víkingi með góðu skoti sem fór af stöng og inn. Bæði lið sköpuðu sér góð færi í kaflaskiptum fyrri hálfleik en FH tók völdin í þeim síðari.

Kristin Schnurr átti skot í stöng í upphafi þess síðari og þá varði Andrea Neves frábærlega frá henni stuttu síðar. Telma Hjaltalín Þrastardóttir bætti við öðru marki FH-inga á 57. mínútu.

Berglind Þrastardóttir gulltryggði svo sigur FH eftir að Elísa Lana Sigurjónsdóttir hafði tætt í sig vörn Víkinga áður en hún kom boltanum fyrir á Bergdísi sem skoraði í autt markið.

FH er áfram á toppnum með 26 stig á meðan Víkingur er í 4. sæti með 19 stig.

HK lagði FJölni á meðan, 1-0, í Grafarvogi. Gabriella Lindsay Coleman gerði eina mark leiksins fyrir HK á 62. mínútu eftir varnarmistök.

Það var hart barist í leiknum og lítið um opin marktækifæri en vörn Fjölnis sofnaði á verðinum og ein mistök skildu liðin að í dag. HK er í öðru sæti með 25 stig en Fjölnir í 9. sæti með 4 stig.

Grindavík lagði þá Hauka, 2-1. Birta Birgisdóttir kom Haukum yfir á 18. mínútu en þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum jafnaði Mimi Eiden úr vítaspyrnu. Tinna Hrönn Einarsdóttir gerði svo sigurmark Grindavíkur átta mínútum síðar og þar við sat.

Tindastóll og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli á Sauðárkróki. Murielle Tiernan gerði mark Tindastóls undir lok fyrri hálfleiks áður en Hulda Hrund Arnarsdóttir jafnaði þegar tæpar fimmtán mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Tindastóll er í 3. sæti með 24 stig og varð þarna af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni.

Úrslit og markaskorarar:

Haukar 1 - 2 Grindavík
1-0 Birta Birgisdóttir ('18 )
1-1 Mimi Eiden ('70 , Mark úr víti)
1-2 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('78 )

Tindastóll 1 - 1 Fylkir
1-0 Murielle Tiernan ('43 )
1-1 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('59 )

Víkingur R. 0 - 3 FH
0-1 Esther Rós Arnarsdóttir ('34 )
0-2 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('58 )
0-3 Berglind Þrastardóttir ('79 )

Fjölnir 0 - 1 HK
0-1 Gabriella Lindsay Coleman ('62)
Athugasemdir
banner
banner