Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. júlí 2022 08:40
Elvar Geir Magnússon
Man City skoðar aðra kosti - Suarez orðaður við Dortmund
Powerade
City reynir að fá Cucurella.
City reynir að fá Cucurella.
Mynd: Getty Images
Pavard er sagður á blöðum Man Utd og Chelsea.
Pavard er sagður á blöðum Man Utd og Chelsea.
Mynd: Getty Images
Cucurella, Grimaldo, Kounde, Laporte, Pavard, Harrison, Dennis, Suarez og fleiri í föstudagsslúðrinu. Vonandi eigið þið góða og gleðilega helgi framundan.

Brighton hafnaði 30 milljóna punda tilboði frá Manchester City í spænska vinstri bakvörðinn Marc Cucurella (23) en suðurstrandarfélagið verðmetur hann á 50 milljónir punda. (Athletic)

City ætlar að koma með hærra tilboð í Cucurella en félagið er með aðra kosti á blaði ef samkomulag næst ekki. (Mail)

City hefur verið boðið að kaupa Alejandro Grimaldo (26) frá Benfica ef ekki gengur að fá Cucurella. (i Sport)

Barcelona mun gera lokatilraun til að fá franska varnarmanninn Jules Kounde (23) frá Sevilla. Börsungar vita þó að þeir geta ekki jafnað 55 milljóna punda tilboð Chelsea. (Sport)

Sevilla og Chelsea hafa náð samkomulagi um kaupverðið á Kounde sem hefur samþykkt fimm ára samning. En leikmaðurinn mætti fyrirvaralaust í æfingaferð Sevilla og skapar það efasemdir um framhaldið. (Sun)

Barcelona mun snúa sér að Aymeric Laporte (28), spænskum varnarmanni Manchester City, ef félagið fær ekki Kounde. (Fichajes)

Franski varnarmaðurinn Raphael Varane (29) segist alls ekki sjá eftir því að hafa farið til Manchester United. Hann elski lífið í ensku úrvalsdeildinni og hjá félaginu. (BBC)

Manchester United og Chelsea vilja fá franska varnarmanninn Benjamin Pavard (26) frá Bayern München. (L'Equipe)

Nottingham Forest skoðar möguleika á því að kaupa nígeríska sóknarmanninn Emmanuel Dennis (24) en Watford vill fá um 25 milljónir fyrir leikmanninn. (Mail)

Borussia Dortmund íhugar að bjóða úrúgvæska sóknarmanninum Luis Suarez (35) samning en hann er félagslaus eftir að hafa yfirgefið Atletico Madrid í sumar. (Sky Sports)

Um 20 þúsund Suarez grímur voru framleiddar fyrir stuðningsmenn Nacional í Úrúgvæ til að nota í leik gegn Cerrito. Sögusagnir eru um að Suarez sé nálægt því að snúa aftur til félagsins þar sem ferill hans hófst. (Mundo Deportivo)

Chelsea er ekki að fá tilboðin sem félagið vonaðist eftir í spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga (27) og þýska sóknarmanninn Timo Werner (26). Báðir eru með háar launakröfur. Þá gengur Chelsea einnig illa að losa Michy Batshuayi (28) og Ross Barkley (28). (Telegraph)

Paris St-Germain hefur boðið Roma tækifæri til að kaupa hollenska miðjumanninn Georginio Wijnaldum (31). (Corriere dello Sport)

West Ham vill frekar kaupa sóknarmanninn Ben Brereton Díaz (23) frá Blackburn en Dwight McNeil (22) frá Burnley. Crystal Palace gæti gert tilboð í enska vængmanninn. (Mail)

AC Milan er í viðræðum við Tottenham um enska varnarmanninn Japhet Tanganga (23) og mögulegan lánssamning fyrir senegalska miðjumanninn Pape Matar Sarr (19). (Fabrizio Romano)

Milan hefur einnig spurt Tottenham út í möguleika á að fá franska miðjumanninn Tanguy Ndombele (25) og spænska vinstri bakvörðinn Sergio Reguilon (25). (Mail)

Brighton vill fá austurríska miðjumanninn Florian Grillitsch (26) sem er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Hoffenheim rann út í sumar. (Athletic)

Juventus ræðir um möguleika á því að rifta samningi velska miðjumannsins Aaron Ramsey (31). (Fabrizio Romano)

Miðjumaðurinn Carney Chukwuemeka (18) hefur ekki áhuga á að skrifa undir nýjan samning við Aston Villa. Barcelona og Borussia Dortmund fylgjast með framvindu mála hjá enska U19 landsliðsmanninum. (Sky Sports)

Aston Villa og Leicester City hafa áhuga á miðjumanninum Ibrahim Sangare (24). Fílabeinsstrendingurinn er hjá PSV Eindhoven. (Football Insider)

Suður-kóreski sóknarmaðurinn Hwang Ui-jo (29) hjá Bordeaux segist hafa fengið tilboð frá West Ham í sumar. (Sun)

Newcastle hefur áhuga á slóvenska framherjanum Benjamin Sesko (19) hjá Red Bull Salzburg. (Mail)

Queens Park Rangers hefur náð samkomulagi um að fá miðjumanninn Taylor Richards (21) lánaðan frá Brighton. (Football Insider)

Brasilíski hægri bakvörðuinn Dani Alves (39) mun skrifa undir eins árs samning við mexíkóska liðið Pumas eftir að hafa yfirgefið Barcelona. (ESPN)
Athugasemdir
banner