fös 22. júlí 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mane fetaði í fótspor El Hadji Diouf
Mynd: Getty Images
Sadio Mane var valinn besti afríski leikmaðurinn á verðlaunahátið í Afríku í gær.

Senegalar sem urðu Afríkumeistarar í vetur unnu til fimm verðlauna á hátíðinni. Auk þess að Mane var leikmaður ársins var Aliou Cisse, landsliðsþjálfari Senegal valinn þjálfari ársins. Pape Sakho vann verðlaun fyrir mark ársins, ungi leikmaður ársins og Senegal valið lið ársins.

Mane vann þessi verðlaun einnig í fyrra en þetta er aðeins í annað sinn í sögunni sem leikmaður vinnur þessi verðlaun tvö ár í röð.

El Hadji Diouf fyrrum leikmaður Liverpool gerði það árin 2001 og 2002.


Athugasemdir
banner