Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. júlí 2022 23:57
Brynjar Ingi Erluson
„Ten Hag er strangur en hugmyndafræði hans er skýr"
Bruno Fernandes og Erik ten Hag
Bruno Fernandes og Erik ten Hag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes er ánægður með komu hollenska þjálfarans Erik ten Hag og segir hann koma með mikinn aga og skýra hugmyndafræði.

Ten Hag tók við keflinu af Ralf Rangnick eftir síðustu leiktíð og sést það strax í fyrstu leikjunum á undirbúningstímabilinu að Hollendingurinn er mættur til að breyta hlutunum.

Leikmenn virðast vera tilbúnir að gera allt til að breyta gengi liðsins og er Bruno sérstaklega ánægður með það og er sannfærður um að félagið eigi eftir að ná árangri ef allir róa í sömu átt.

„Hann vill hafa sínar reglur og fer fram á mikið frá okkur og vill að allir séu að róa í sömu átt og gera sömu hluti."

„Það vita allir að þeir þurfa að róa í sömu átt og ef þeir gera það ekki þá fá þeir ekki að spila. Það er mjög gott því ef þú vilt ná árangri sem lið þá verður þú að vera á sömu blaðsíðu og hinir."

„Hann kemur inn með aga en gefur líka leikmönnum það frelsi að taka eigin ákvarðanir. Hann er með reglur sem við þurfum að fylgja en vill líka gefa eldri leikmönnunum meiri ábyrgð."

„Ten Hag er strangur og harður en á sama tíma er hann mjög ljúfur og það er auðvelt að tala við hann. Ef allir skilja það að við þurfum að fylgja reglunum og því sem þjálfarinn fer fram á og liðið sömuleiðis þá verða allir á sömu blaðsíðu og þannig mun liðið ná árangri."

„Hann er mjög skýr og það er ekki séns að þú getir forðast það, þó þú skiljir ekki ensku þá skilur þú hvernig hann vill spila og það er mjög mikilvægt fyrir okkur,"
sagði Bruno í viðtali fyrir leik liðsins gegn Aston Villa í Perth í Ástralíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner