fös 22. júlí 2022 06:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net snýr aftur úr fríi á morgun
Mynd: Fótbolti.net
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net hefur verið í sumarfríi og var ekki á dagskrá síðustu tvo laugardaga.

En þátturinn snýr aftur á morgun laugardag þar sem Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir allar helstu fréttirnar í fótboltanum.

Sérfræðingurinn Úlfur Blandon verður með þeim í þættinum, hitað verður upp fyrir komandi umferð í Bestu deildinni, rætt um Evrópuleiki og Lengjudeildina og fleira.

Stilltu inn á X977 milli 12 og 14 á laugardögum. Upptaka af þættinum kemur svo inn á Fótbolta.net, Vísi og á hlaðvarpsveitur og Spotify.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner