Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. ágúst 2019 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Valur stóð heiðursvörð fyrir nýkrýnda bikarmeistara á Selfossi
Leikmenn Selfoss ganga inn á völlinn í gær.
Leikmenn Selfoss ganga inn á völlinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn Vals sýndu Selfyssingum mikinn virðingarvott fyrir leik liðanna í Pepsi Max-deild kvenna í gærkvöldi.

Selfyssingar urðu Mjólkurbikarmeistarar á laugardaginn eftir 2 - 1 sigur á KR í úrslitaleik á Laugardalsvelli.

Þær tóku svo á móti Val á heimavelli sínum á Selfossi í gær og þegar þær gengu inn á völlinn höfðu leikmenn Vals myndað heiðursvörð um þær og klöppuðu er þær gengu inn á völlinn.

Mynd af þessu má sjá með fréttinni en gjafmildi Vals lauk svo þegar leikurinn hófst því þær unnu 0 - 1 útisigur og þrjú mikilvæg stig í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner