Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 22. ágúst 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Vialli að kaupa Sampdoria - Verður forseti félagsins
Gianluca Vialli.
Gianluca Vialli.
Mynd: Getty Images
Gamla kempan Gianluca Vialli leiðir hóp fjárfesta sem er nálægt því að kaupa Sampdoria á 100 milljónir evra.

Vialli skoraði 141 mark á átta tímabilum með Samdporia á sínum tíma en hann var meðal annars í framlínunni þegar liðið varð ítalskur meistari í fyrsta skipti árið 1991.

Yfirtakan á félaginu gæti tekið nokkrar vikur en samkvæmt fréttum frá Ítalíu er líklegt að Vialli og félagar nái að ganga frá kaupunum.

Hinn 55 ára gamli Vialli verður þá í kjölfarið forseti Sampdoria en félagið endaði í níunda sæti í Serie A á síðasta tímabili.

Vialli spilaði með Juventus og Chelsea eftir að farsælum ferli hans hjá Sampdoria lauk á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner