Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. ágúst 2019 15:30
Elvar Geir Magnússon
„Við munum hugsa um son þinn"
Moise Kean í treyju Everton.
Moise Kean í treyju Everton.
Mynd: Getty Images
Marcel Brands.
Marcel Brands.
Mynd: Getty Images
Ein óvæntustu kaup sumargluggans voru kaup Everton á sóknarmanninum Moise Kean frá Juventus. Þessi 19 ára sóknarmaður er ein bjartasta von ítalska landsliðsins.

Kean var keyptur á 27 milljónir punda og urðu margir stuðningsmenn Ítalíumeistarana reiðir yfir sölunni.

Hollendingurinn Marcel Brands, yfirmaður fótboltamála hjá Everton, á stóran þátt í því að Kean kom til félagsins.

Hollenski íþróttafréttamaðurinn Joep Schreuder segir í viðtali við BBC frá því hvernig persónuleg nálgun Brands hjálpar honum í starfinu. Dæmi um það er þegar móðir Kean var viðstödd fréttamannafundinn þegar hann var kynntur. Brands lét hana fá Everton treyju og sagði: „Við munum hugsa um son þinn".

„Hann ræðir við eiginkonur leikmanna og fjölskyldur. Hann kynnir sér allt, þá meina ég gjörsamlega allt. Ef Kean á frænda þá veit Marcel af honum," segir Schreuder.

„Marcel veit að hann er með mikið fjármagn en er með persónulega nálgun. Það er hans leið til að fá leikmenn til að koma. Hann notar fjölskylduspilið. Hann veit allt um mömmuna, pabbann, fjölskylduna og aðstæðurnar."

Kean hefur talað um hversu hrifinn hann var eftir fund með Brands. Auðvitað spilar fjármagnið sinn hlut en persónuleg nálgun Brands er margrómuð.

Grétar Rafn Steinsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, starfar náið með Brands hjá Everton en hann gegnir þar starfi sem yfirnjósnari félagsins í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner