
„Ég er mjög ósáttur. Við komum hingað í dag til að taka þrjú stig og því er maður frekar vonsvikinn með þetta, mjög vonsvikinn," sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli við botnlið Magna í Lengjudeildinni.
Magni var aðeins að taka sitt annað stig í deildinni í sumar og það gegn liðinu sem flestir, ef ekki allir, töldu það sterkasta fyrir tímabil.
Magni var aðeins að taka sitt annað stig í deildinni í sumar og það gegn liðinu sem flestir, ef ekki allir, töldu það sterkasta fyrir tímabil.
Lestu um leikinn: Magni 0 - 0 ÍBV
„Í sjálfu sér getum við ekki krafist meira en bara eins stigs, við sýndum ekki meira. Það vantaði ákefð og að menn vildu þetta nægilega mikið. Auðvitað vilja menn þetta, en þeir þurfa að sýna meira að þeir vilji þetta, og gefa meira í hlutina."
„Við vorum líka klaufar á síðasta þriðjungi þegar við vorum að gefa boltann fyrir; ekki nægilega góðar fyrirgjafir og ekki nægilega góð hlaup."
„Það var margt sem var að í dag."
Viðtalið er í heild sinni í spilaranum að ofan, en Helgi var ekki nægilega sáttur með dómgæsluna.
Athugasemdir