Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. ágúst 2021 18:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Efstu þrjú unnu - Þróttur í bílstjórasætinu
Siggi Bond fagnar fyrra markinu sínu í dag.
Siggi Bond fagnar fyrra markinu sínu í dag.
Mynd: Guðmann Rúnar Lúðvíksson
Þrjú efstu lið deildarinnar unnu öll leiki sína í 2. deild karla í dag. Þróttur Vogum er í bílstjórasætinu.

Þróttarar lentu í vandræðum með Leikni frá Fáskrúðsfirði en þeim tókst að landa sigrinum, undir lokin. Sigurður Gísli Snorrason kom þeim í forystu af vítapunktinum á 81. mínútu og bætti Ruben Lozano Ibancos við öðru marki áður en flautað var af.

Vogamenn eru með 38 stig á toppnum, fjögurra stiga forskot á næsta lið þegar fjórar umferðir eru eftir.

Í öðru sæti er KV, sem náði að knýja fram sigur gegn KF, 3-2. Staðan var 2-2 í hálfleik og náði Vesturbæjarliðið að skora sigurmarkið í seinni hálfleik.

KV er með 34 stig í öðru sæti og er Völsungur þar næst á eftir, með einu stigi minna. Völsungur landaði sigri gegn Kára í Akraneshöllinni eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik.

Þá vann Magni flottan sigur á Reyni Sandgerði á heimavelli, og Fjarðabyggð lagði ÍR. Fjarðabyggð er áfram í fallsæti en er samt sem áður sjö stigum frá öruggu sæti. Kári er á botni deildarinnar með níu stig.

Magni 4 - 1 Reynir S.
1-0 Guðni Sigþórsson ('11)
2-0 Dominic Vose ('45)
2-1 Kristófer Páll Viðarsson ('59)
3-1 Guðni Sigþórsson ('61)
4-1 Guðni Sigþórsson ('88)

Þróttur V. 2 - 0 Leiknir F.
1-0 Sigurður Gísli Snorrason ('81, víti)
2-0 Rubén Lozano Ibancos ('90)

Fjarðabyggð 3 - 1 ÍR
1-0 Vice Kendes ('15)
1-1 Axel Kári Vignisson ('32)
2-1 Miguel Angel Escobedo Luna ('63)
3-1 Vice Kendes ('83)

KV 3 - 2 KF

Kári 1 - 2 Völsungur
1-0 Árni Salvar Heimisson ('7)
1-1 Bjarki Baldvinsson ('9)
1-2 Elvar Baldvinsson ('76)
Athugasemdir
banner
banner