Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. ágúst 2021 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Mikilvægir sigrar hjá Einherja og Ægi
Úr leik Dalvíkur/Reynis og Einherja á dögunum.
Úr leik Dalvíkur/Reynis og Einherja á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það fóru fram fjórir leikir í 3. deild karla í dag. Þar er mikil spenna á toppi sem botni.

Ægir vann mikilvægan sigur í toppbaráttunni. Þorlákshafnarbúar lögðu Tindastól að velli, 1-3. Ægir er núna í fjórða sæti með 29 stig, tveimur stigum frá öðru sæti. Ægir á leik til góða á Elliða, sem er í öðru sæti.

Tindastóll er á botni deildarinnar með 14 stig, en svo kemur Einherji með 16 stig. Einherjamenn unnu frábæran 4-0 sigur á ÍH í dag. Ismael Moussa Yann Trevor skoraði þrennu fyrir Einherja. ÍH er í tíunda sæti með einu stigi meira en Einherji, en ÍH á leik til góða.

Það eru þrjú lið að berjast við falldrauginn akkúrat núna; Tindastóll, ÍH og Einherji. KFS hefur aðeins slitið sig frá þessum liðum. KFS lagði Dalvík/Reyni að velli í dag, 1-0, þar sem Víðir Þorvarðarson skoraði sigurmarkið.

KFS, Víðir og Augnablik eru öll með 22 stig. Víðir þurfti að sætta sig við 3-0 tap gegn Sindra í dag. Sindri er í þriðja sæti með einu stigi meira en Ægir og einu stigi minna en Elliði. Sindramenn hafa spilað einum leik meira en Elliði og tveimur leikjum meira en Ægir á þessum tímapunkti.

Toppbaráttan og fallbaráttan verða líklega spennandi til enda og verður fróðlegt að sjá hvernig fer. Úrslit og markaskorara dagsins má sjá hér að neðan.

Einherji 4 - 0 ÍH
1-0 Stefan Penchev Balev ('12)
2-0 Ismael Moussa Yann Trevor ('17)
3-0 Ismael Moussa Yann Trevor ('63)
4-0 Ismael Moussa Yann Trevor ('71)

KFS 1 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Víðir Þorvarðarson ('45)

Víðir 0 - 3 Sindri
0-1 Ibrahim Sorie Barrie ('7)
0-2 Mate Paponja ('15)
0-3 Þorlákur Helgi Pálmason ('36)
Rautt spjald: Arnar Freyr Smárason, Víðir ('89)

Tindastóll 1 - 3 Ægir
0-1 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('35)
0-2 Arilíus Óskarsson ('40)
1-2 Arnar Ólafsson ('66)
1-3 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('71)
Athugasemdir
banner
banner
banner