Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. ágúst 2021 18:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta: Deildin ræðst ekki í ágúst
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: EPA
„Þeir voru betra liðið," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eftir tap gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Þegar þeir spila upp á sitt besta, eins og þeir gerðu í dag, þá er erfitt að ráða við þá. Þeir eru Evrópumeistarar og með leikmenn í heimsklassa."

Byrjun Arsenal á tímabilinu er sögulega slæm.

„Við verðum að takast á við áskorunina. Deildin ræðst ekki í ágúst. Það versta sem þú getur gert er að henda inn handklæðinu. Við munum klárlega ekki gera það."

„Það vantar níu leikmenn í okkar lið og nokkra lykilmenn," sagði Arteta sem heldur því fram að það sé jákvætt að ungir leikmenn séu að fá tækifæri.

Næsti leikur Arsenal er gegn Manchester City. Það verður ekki auðvelt verkefni, alls ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner