Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 22. ágúst 2021 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átti Arsenal að fá vítaspyrnu? - „Þetta er 100 prósent víti"
Saka féll í teignum.
Saka féll í teignum.
Mynd: EPA
Arsenal þurfti að sætta sig við tap gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Romelu Lukaku, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Chelsea eftir félagaskiptin frá Inter, skoraði fyrsta markið eftir fína sókn. Vörn Arsenal leit mjög illa út. Seinna í fyrri hálfleiknum bætti Reece James við öðru marki með öflugu skoti sem Bernd Leno réði ekki við.

Lokatölur 2-0 og er Arsenal án stiga eftir fyrstu tvo leikina. Arsenal fer ekki fullkomlega af stað; tveir leikir, tvö töp og markatalan 0-4.

Leikurinn hefði getað þróast öðruvísi þar sem Arsenal vildi fá vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar Bukayo Saka féll innan teigs.

„Þetta er 100% víti. Hvaða bull er í gangi?" skrifar Jón Kaldal, stuðningsmaður Arsenal, á Twitter. Arsenal-menn virðast hafa eitthvað til síns máls, og sérstaklega í ljósi þess að Tottenham-menn eru sammála þeim. Hjálmar Örn, skemmtikraftur og stuðningsmaður Tottenham, skrifar ummæli við færslu Jóns. „Pjúra víti," skrifaði Hjálmar.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu með því að hérna.

Ekki var dæmt á atvikið, meira að segja ekki eftir VAR-skoðun.


Athugasemdir
banner
banner
banner