Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. ágúst 2021 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: London er blá - Chelsea sannfærandi gegn Arsenal
Lukaku skoraði í fyrsta leik.
Lukaku skoraði í fyrsta leik.
Mynd: EPA
Arsenal 0 - 2 Chelsea
0-1 Romelu Lukaku ('15 )
0-2 Reece James ('35 )

London er blá eftir sigur Chelsea gegn Arsenal í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal byrjaði leikinn á Emirates-vellinum ágætlega, en það var Chelsea sem tók forystuna í leiknum eftir stundarfjórðung. Romelu Lukaku, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Chelsea eftir félagaskiptin frá Inter, skoraði þá eftir fína sókn. Vörn Arsenal leit mjög illa út.

Seinna í fyrri hálfleiknum bætti Reece James við öðru marki með öflugu skoti sem Bernd Leno réði ekki við.

Staðan var 2-0 í hálfleik en það var mikið vafaatriði seint í fyrri hálfleik er Bukayo Saka féll í teignum. Ekkert víti var dæmd, jafnvel eftir VAR-skoðun. Stuðningsfólk Arsenal var ósátt við þá ákvörðun og vildi sjá dómara leiksins benda á punktinn.

Seinni hálfleikurinn var rólegri en sá fyrri. Arsenal var ekki líklegt til þess að minnka muninn eða jafna metin.

Lokatölur 2-0 fyrir Chelsea sem fer fullkomlega af stað; tveir leikir, tveir sigrar og markatalan 5-0. Arsenal fer ekki fullkomlega af stað; tveir leikir, tvö töp og markatalan 0-4.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner