Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. ágúst 2021 14:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fernandes brjálaður og las dómaranum pistilinn
Ekki sáttur.
Ekki sáttur.
Mynd: EPA
Það er hálfleikur í Southampton þar sem heimamenn eru 1-0 yfir gegn Manchester United.

Southampton komst yfir þegar Che Adams átti skot að marki, sem hafði viðkomu í Fred, og endaði í markinu.

Portúgalinn Bruno Fernandes var aldeilis ekki sáttur með markið. Hann var brjálaður; hann lét aðstoðardómarann heyra það og svo las hann dómaranum, Craig Pawson, pistilinn.

Fernandes vildi fá brot í aðdraganda marksins en dómararnir voru því ekki sammála. Hægt er að sjá myndband af markinu hérna en þar sést þegar Bruno fellur í aðdraganda marksins.

Það var mikið talað um þetta atvik á samfélagsmiðlum og margir United-stuðningsmenn að kalla eftir broti.

Gary Martin, sóknarmaður Selfoss, var á meðal þeirra sem blandaði sér í umræðuna.

„Þú verður að vera sterkari Bruno. Þetta er England, ekki Portúgal," skrifaði Gary.

Hvað finnst þér?


Athugasemdir
banner
banner
banner