sun 22. ágúst 2021 15:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrsta mark Lukaku fyrir Chelsea á ferlinum
Lukaku í upphitun fyrir leikinn í dag.
Lukaku í upphitun fyrir leikinn í dag.
Mynd: EPA
Arsenal og Chelsea eigast við í Lundúnarslag. Romelu Lukaku er í byrjunarliði Chelsea í fyrsta sinn eftir að hann gekk aftur til liðs við félagið á dögunum.

Chelsea er marki yfir en Lukaku skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea á ferlinum.

Hægt er að sjá markið með því að smella hérna.

Lukaku kom fyrst til Chelsea tímabilið 2011-12. Hann spilaði 12 leiki það tímabil en mistókst að skora. Hann var síðan lánaður til WBA og Everton næstu tvö tímabil þar sem hann stóð sig vel.

Everton keypti hann síðan þar sem hann raðaði inn mörkunum næstu þrjú tímabilin. Hann lék síðan vel hjá Man Utd áður en hann fór til Inter þar sem hann sló rækilega í gegn. Chelsea keypti hann síðan aftur í sumar og hann var ekki lengi að opna markareikning sinn fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner