Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. ágúst 2021 13:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrsta Úrvalsdeildarmark Alli í rúmt ár
Mynd: EPA
Dele Alli leikmaður Tottenham var lykilmaður liðsins fyrir nokkrum árum en ferill hans hefur legið niður á við síðustu ár.

Hann kom aðeins við sögu í 15 leikjum á síðustu leiktíð. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í báðum leikjunum hingað til undir stjórn Nuno Espirito Santo.

Fyrri hálfleikur er senn á enda í viðureign Tottenham og Wolves og Tottenham er marki yfir. Alli skoraði markið úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur eftir að Jose Sá markvörður Wolves feldi hann í teignum.

Þetta var fyrsta markið hans í Ensku Úrvalsdeildinni síðan í mars 2020 en þá skoraði hann einnig úr vítaspyrnu, þá gegn Burnley.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner