Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 22. ágúst 2021 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Ronaldo úr að ofan en svo var markið dæmt af
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus.
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus.
Mynd: EPA
Andri var ekki með Bologna.
Andri var ekki með Bologna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cristiano Ronaldo kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik þegar Juventus kastaði frá sér sigrinum gegn Udinese í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Samkvæmt ítalska fjölmiðlamanninum Fabrizio Romano, þá bað Ronaldo um að fá að vera á bekknum þar sem hann hefur áhuga á því að fara frá Juventus. Ítalska stórliðið er hins vegar fullvisst um að hann verði áfram.

Juventus tók 2-0 forystu gegn Udinese í dag og var staðan þannig í hálfleik; Paulo Dybala og Juan Cuadrado með mörk Juventus.

Í seinni hálfleik kom Udinese hins vegar til baka. Roberto Pereyra minnkaði muninn úr vítaspyrnu og Gerard Deulofeu jafnaði metin á 83. mínútu.

Í uppbótartímanum var mikil dramatík. Ronaldo skoraði og reif sig úr að ofan, en eftir VAR-skoðun var mark hans dæmt af vegna rangstöðu. Gríðarlega dramatík en lokaniðurstaðan var jafntefli.

Ekki byrjunin sem Juventus vildi, klárlega ekki.

Miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson var ekki í leikmannahópi Bologna er liðið lagði Salernitana að velli í leik þar sem þrjú rauð spjöld fóru á loft.

Bologna 3 - 2 Salernitana
0-1 Federico Bonazzoli ('52 , víti)
1-1 Lorenzo De Silvestri ('59 )
1-2 Mamadou Coulibaly ('70 )
2-2 Marko Arnautovic ('75 )
3-2 Lorenzo De Silvestri ('77 )
Rautt spjald: Stefan Strandberg, Salernitana ('34), Roberto Soriano, Bologna ('50), Jerdy Schouten, Bologna ('88)

Udinese 2 - 2 Juventus
0-1 Paulo Dybala ('3 )
0-2 Juan Cuadrado ('23 )
1-2 Roberto Pereyra ('51 , víti)
2-2 Gerard Deulofeu ('83 )
Athugasemdir
banner
banner
banner