Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 22. ágúst 2021 17:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Fallbaráttan gríðarlega spennandi
Augnablik vann mjög góðan sigur.
Augnablik vann mjög góðan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Augnablik 4 - 2 HK
1-0 Eyrún Vala Harðardóttir ('16)
1-1 Ena Sabanagic ('46)
2-1 Margrét Lea Gísladóttir ('47)
3-1 Díana Ásta Guðmundsdóttir ('61)
3-2 Ena Sabanagic ('67)
4-2 Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir ('70)

Augnablik vann mikilvægan sigur á HK í fallbaráttuslag í Lengjudeild kvenna í dag.

Eftir stundarfjórðung tók Augnablik forystuna þegar Eyrún Vala Harðardóttir skoraði. HK tókst að jafna metin en Augnablik var ekki lengi að taka forystuna aftur.

Augnablik komst í 3-1 eftir rúmlega klukkutíma leik. Ena Sabanagic minnkaði muninn með öðru marki sínu, en Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir var ekki lengi að koma heimakonum aftur í tveggja marka forystu.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 4-2 fyrir Augnablik sem er núna tveimur stigum frá öruggu sæti þegar þrír leikir eru eftir. HK á fjóra leiki eftir og er einu stigi frá öruggu sæti. Fallbaráttan mjög svo spennandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner