Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 22. ágúst 2021 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool nær samkomulagi við Lyon um Shaqiri
Xherdan Shaqiri.
Xherdan Shaqiri.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur náð samkomulagi við Lyon um kaupverð á Xherdan Shaqiri.

Shaqiri er ekki í plönum Jurgen Klopp og má því yfirgefa herbúðir Liverpool.

Fram kemur á The Athletic að kaupverðið sé 9,5 milljónir punda. Liverpool hafnaði fyrsta tilboði Lyon sem var upp á 4 milljónir punda og náði að hækka kaupverðið upp.

Shaqiri var keyptur til Liverpool fyrir 13,75 milljónir punda frá Stoke sumarið 2018. Hann hefur spilað 63 leiki fyrir Liverpool.

Samkvæmt The Athletic þá lítur Liverpool á hinn 18 ára gamla Harvey Elliott sem arftaka Shaqiri. Hann byrjaði gegn Burnley í gær og stóð sig vel. Svissneski landsliðsmaðurinn - Shaqiri - er á leið til Frakklands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner